ég er hneyksluð yfir ameríkönunum mínum sem endurkusu Runnann, sitjandi forseta.
Ég er í mótmæla aðgerðum þessa dagana og neyti því ekki neins sem er al amerískt, ég og konan mín fórum t.d. út á videoleigu áðan og tókum Goodbye,Lenin þýsk mynd. Nú vita margir afstöðu mína til Þjóðverjalands og þýskara en ég braut odd af oflæti mínu og sá þessa fínustu mynd sem ég mæli með fyrir alla. En já, enginn hollywood drama hjá okkur í kvöld....
Það er fátt drifið á daga mína í vikunni sem virðist bara vera að líða hraðar og hraðar...hvað varð um október? Lærdómur og vinna á Maru er svona það helsta...
Pabbi átti að fá að vita með "frelsið" sitt en allt kom fyrir ekki og fundinum var frestað um viku, frekar fúlt. Þannig að biðin eftir öðrum þriðjudegi hefst á ný...
Fékk svoldið spes komment í gær frá kunningja um holdarfar og mitt þá sérstaklega með þessari líka skemmtilegu tilvitnun í Shrek 2 (mæli einnig með henni fyrir alla!), vá ég er farin að hljóma eins og kona filmundurs....
mér leiðist oggulítið pons, einvhern vegin bara skóli og of langt í jólin, of stutt í prófin og svo eiga allir afmæli í nóvember og enginn virðist ætla að halda upp á það eitthvað af viti...
Mér finnst að maður eigi alltaf að halda upp á afmælið sitt, alltaf, ég er t.d. með plön í bígerð fyrir mitt eigið sem lendir á föstudegi í ár...
spá í að fara að kúra eftir þetta frekar tilgangslausa og ekki sérlega hressandi blogg... ég held að sumir gætu farið að greina mig sem manic depressive útfrá þessum færslum með smá obsession-compulsive...nei bíddu, þetta er ég að greina mig..... (klikk klikk klikk að koma fyrir aftur...)
mig dreymdi hvali og Runnann í nótt, hvað ætli það þýði? örugglega eitthvað mjög djúpt í undirmeðvitundinni..
góða nótt góðir hálsar hvar svo sem þið eruð...
all u need is love
love is all u need :)
fimmtudagur, nóvember 4
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já það er skítt þetta með kanann...en svona er lífið.
Með drauminn hinsvegar get ég hjálpað þér.
Hvalur rímar nefnilega við Valur og runninn er augljóslega staðurinn sem við munum eiga leynilega ástarfundi á.
Með ástarkveðju Valur :)
kæri valurinn minn, með Runna er íslenskun á Bush, forseta BNA og með hvölum vísar það til útrþráar og ævintýragirni en þín skýring var líka svaka góð...
laugavegur 20 b beibs, kallaðu bara fyrir utan gluggann með rauðu seríunni ;) þín "roxanne"
Skrifa ummæli